Í sumar hófumst við handa við að gera nokkuð stórar endurbætur á húsinu okkar. Við það kom í ljós að upphaflega húsið, Kristjánshúsið frá 1897 var vel byggt og notað var gott timbur. síðari tíma smíði er af ýmsum toga en margt mætti kallast skítamix. Mér þiótti sérstaklega áhugavert þegar ég sagaði í sundur gamla slitna veggfjöl á eftri hæðinni og sterk lykt af kúamykju gaus upp! Það ver greinilegt að þessi fjöl hafði áður verið einhversstaðar í fjósinu.

Núna er grasið farið að vaxa nokkurn veginn yfir allan kjallarann og þetta fer að líta ekki lengur út eins og byggingasvæði. Ég er ekkert búinn að gera fyrir gólfið í kjallaranum. Engar innréttingar heldur. En við munum fá smávegis af kartöflum í haust til að geyma til prufu. 

DSC 0508

 

Jæja!

DSC 0294Þá er fyrsti grjót- og torfveggurinn minn risinn. Ég lærði aðferðirnar á skemmtilegu námskeiði í fyrravor og núna hef ég loksins komist í að nota þekkingu mína. Svona verkefni er að vísu aldrei búið en í bili get ég sagt að áfanga er náð.

Ég notaði steina sem eru ekki tilhoggnir og torfhleðslan er úr sniddum.

Já, og tilgangurinn með hýsinu er rótarkjallari...

 

 

 

Skurður á sniddu. En hún leggst svo til hliðar. Sérstaklega góð fyrir þök og lága garða. 

snidda

 

Eftir langa mæðu hefur okkur loksins tekist að koma upp einum silkiunga og það er meira að segja hæna! En hingað til höfum við bara átt eina hænu á móti fjórum hönum. Núna er unginn að verða tíu vikna og við höfum að undanförnu farið með hann í smá heimsókn til hinna fullorðinna. En við fylgdumst mjög vel með og leyfðum þeim aldrei saman, bara að aðeins að sjást.

Chicken Greenhuose 2Þetta er hugmynd hvernig mögulega væri hægt að sameina hænsnakofa og lítinn grodurskála.

Eitt er samt mikilvægt að hafa í huga. Af hænsnum kemur alveg ótrúlega mikið af ryki. Ég myndi vilja passa vel uppá að þetta dragist ekki yfir í gróðurhúsið. Á hinn bóginn kemur glettilega mikill varmi af hænsnum sem gæti haldið gróðurhúsinu frostlausu fyrr á vorin. 

 

 

Í vor ákváðu tvær hænur að liggja á. Önnur var aðeins með tvö egg en hún gafst upp eða missti áhugann. Það var BRahma hæna. Hin er Íslensk og hún sýndi úthald. Ég tók aðeins til í kassanum hjá henni um daginn og sá þá unga sem voru allnokuð stáplaðir. Að vísu eru enn tvö egg eftir hjá henni en núna er hún komin með sjö unga og ekki víst að hún hafi tíma og nennu til að klára þau líka. Sjáum til.

 DSC 0224

Það er sérstaklega gaman að fyrlgjast með ungum sem eru í umsjá hænu. Þau eru miklu áræðnari og sjálfstæðari en ungar sem koma úr vél. Mamman sér algjörlega um þau og kennir .þeim að finna mat og vatn. Sem stendur er kassinn innivið með hitalampa, en um helgina ætla ég að gefa þeim tækifæri til að kíkja aðeins út, allavega ef veður leyfir. 

More Articles ...

Page 2 of 3