Endurbætur á húsinu
Í sumar hófumst við handa við að gera nokkuð stórar endurbætur á húsinu okkar. Við það kom í ljós að upphaflega húsið, Kristjánshúsið frá 1897 var vel byggt og notað var gott timbur. síðari tíma smíði er af ýmsum toga en margt mætti kallast skítamix. Mér þiótti sérstaklega áhugavert þegar ég sagaði í sundur gamla slitna veggfjöl á eftri hæðinni og sterk lykt af kúamykju gaus upp! Það ver greinilegt að þessi fjöl hafði áður verið einhversstaðar í fjósinu.