Í sumar hófumst við handa við að gera nokkuð stórar endurbætur á húsinu okkar. Við það kom í ljós að upphaflega húsið, Kristjánshúsið frá 1897 var vel byggt og notað var gott timbur. síðari tíma smíði er af ýmsum toga en margt mætti kallast skítamix. Mér þiótti sérstaklega áhugavert þegar ég sagaði í sundur gamla slitna veggfjöl á eftri hæðinni og sterk lykt af kúamykju gaus upp! Það ver greinilegt að þessi fjöl hafði áður verið einhversstaðar í fjósinu.

 

Þegar við opnuðum veggi kom ýmislegt í ljós. Við fundum mikið af munum sem einhverra hluta vegna höfðu innlyksast. Þar voru tveir pakkar af önglum, bjórdós, Prins Albert vindlabox, og svo fundum við tálgaða flugvél sem barn hafði sennilega misst ofan í vegginn einhverntímann.

Auk .þess fundum við út að dyrnar og gluggarnir voru ekki á sama stað og af sömu stærð í upphafi. Gluggarnir voru fleiri en minni og við fundum einar dyr á norðurvegg, rétt þar sem gengið er í kjallarann. Þar fann ég líka forna hleðslu í jörðinni þegar ég gróf fyrir lögnum. Það er því líklegt að Kristjánshúsið þjónaði sem framhús við eldri bæ, sennileg úr grjóti og torfi. 

Hér eru nokkrar myndir.