• Hænurnar þurfa að getað komist út ef veður leyfir.
  • Hámarksfjöldi per fermetra er sex hænur (miðað við miðlungs stórar hænur)
  • Lágmark ein þriðji af gólfinu í kofanum þarf að vera með efni sem hænur geta rótað í, eins og spænir, hey, hálmur.
  • Hver hæna þarf a.m.k.. 20sm af priki til að sofa á. Prikin eiga að vera þannig að þær nái góðu gripi og geti ekki meitt sig á flísum eða skrúfum sem standa upp úr. Prikin þurfa að vera a.m.k.. 25 sm frá veggjum svo að hænurnar geti athafnað sig vel. Nauðsynlegt er að hafa prik á mismunandi hæðum. Þær koma svo til með að semja um hvar hver má sofa þá nóttina.
  • Nauðsynlegt er að hafa einn varpkassa á hverju fimm hænur. Ég vel að hafa tvo kassa á fermetra gólfflatar, sem er yfirdrifið nóg. Lágmarks stærð kassa er 30x30x30 sm. Nauðsynlegt er að útbúa kassana þannig að auðvelt sé að þrífa þá en samt þarf að hafa lista við innganginn svo að hænurnar sparki ekki alla spæni eða hey úr kassanum þegar þær róta í því. Varpkassar þurfa að vera í svolítilli hæð frá gólfi, ég mæli með 60-80 sm.
  • Einn drykkjarstútur nægir 10 hænum en ég myndi hafa a.m.k.. tvo.
  • Síðan er mælt með 10 sm pláss á hænu við matardallinn.
  • Til þess að tryggja að hænurnar komist óhindrað út og inn í kofann þarf fjóra lengdarmetra af lúgum á hverja 100 fermetra af gólfplássi í kofanum.

 

 

  • Ef fleiri en 100 hænur eru í kofanum þarf að útbúa kassa eða ramma undir prikunum sem fangar skítinn. Hann á að vera amk. 450cm2 (ca 22x22 sm) per hænu.