Eftir langa mæðu hefur okkur loksins tekist að koma upp einum silkiunga og það er meira að segja hæna! En hingað til höfum við bara átt eina hænu á móti fjórum hönum. Núna er unginn að verða tíu vikna og við höfum að undanförnu farið með hann í smá heimsókn til hinna fullorðinna. En við fylgdumst mjög vel með og leyfðum þeim aldrei saman, bara að aðeins að sjást.
En í fyrradag gerðist það að einn haninn snögglega nálgaðist ungann og "vildi fá far" með honum. Þó að mér tókst að grípa inní undir eins fannst mér unginn undarlega rólegur og álútur eftir aðförina. Ég fór svo til baka með hann til hinna unganna (sem eru jafnaldraðir en ekki silkies) og skildi við hann eins og oft áður. En nokkrum mínutum seinna heyrði ég skrítin hljóð úr búrinu. Þá höfðu hinir ungarnir ráðist á kollinn á unganum svo mikið að eingöngu blóðugt skinn var efir, allar fjaðrir á hausnum farnar.
Unginn var skringilega rólegur og hagaði sér eins og í miklu sjokki, sem er auðvitað skiljanlegt. En svo fór ég að kanna málið betur. Mögulegt er sem sagt að hann hafi fengið heilaskaða. Silkihænur eru nefnilega ein af þeim fuglategundum þar sem hauskúpubeinin vaxa aldrei alveg saman! Á haustoppnum er því viðkvæmt svæði þar sem aðeins skinnið ver heilann. Ég hef lesið um dæmi þar sem silkihæna fékk heilaskaða bara eftir að hafa stokkið up og rekið hausnum hressilega í.
Við vitum ekki hvernig fer með aumingja ungann okkar. Hann lifir enn og sýnir örlítið meira lífsmark. Vonandi fer hann í dag að drekka og éta. En það verður að koma í ljós.
Lærdómurinn er sá að það er mjög vandasamt að koma með nýja unga í hóp fullorðinna fulga og ég myndi ekki hafa neina hana þar nærri...
Á myndinni sést þetta sem er á ensku kallað Vaulted Skull. (sjá nánar her: https://vjppoultry.com/2017/03/21/the-secrets-of-silkie-vaults-at-vjp-poultry-32117/)
Hér sjást þessar tvær mismunandi tegundir af hauskúpum.