Á vef Landmælinga Íslands má finna fjölda loftmynda allt tilbaka til fjórða áratugar síðustu aldar. Ég tók út myndir af Efri-Flankastöðum og bar saman þróun bæjarins í áranna rás. Þetta finnst mér afar skemmtilegt og í hvert sinn sem ég skoða myndirnar aftur rekst ég á eitthvað nýtt.

Gluggarnir í húsinu voru ónýtir. Flestir voru fúnir og láku verulega. Til að koma í veg fyrir frekari skemmdum og leka skrúfaði ég fögin aftur, notaði kítti og þannig gat ég komið í veg fyrir leka, allavega áður en gluggunum yrði skipt út.

En nú er komið að því að endurnýja þá.

Þetta er hani sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er sérlega ljúfur og virðist nánast sækjast eftir að vera nálægt mér. Ég er núna að reyna að kenna honum eitt og annað. Til þess nota ég clicker og rúsinur eða hvítmaðka sem nammi. Það fyrsta sem hann er að læra er að stíga með annann fótinn á hendina mína þegar ég rétti hana út. Í hvert sinn sem hann gerir það þá geri ég klikk- hljóð og gef honum nammi. Þetta er að koma hjá honum. Samt held ég að hann sé með smá athyglisbrest, honum gengur ekki allt of vel að einbeita sér að sama málefni í meira en nokkrar sekúndur...
En - mér finnst hann skemmtilegur. 

Í sumar hófumst við handa við að gera nokkuð stórar endurbætur á húsinu okkar. Við það kom í ljós að upphaflega húsið, Kristjánshúsið frá 1897 var vel byggt og notað var gott timbur. síðari tíma smíði er af ýmsum toga en margt mætti kallast skítamix. Mér þiótti sérstaklega áhugavert þegar ég sagaði í sundur gamla slitna veggfjöl á eftri hæðinni og sterk lykt af kúamykju gaus upp! Það ver greinilegt að þessi fjöl hafði áður verið einhversstaðar í fjósinu.

Page 2 of 4