Núna er grasið farið að vaxa nokkurn veginn yfir allan kjallarann og þetta fer að líta ekki lengur út eins og byggingasvæði. Ég er ekkert búinn að gera fyrir gólfið í kjallaranum. Engar innréttingar heldur. En við munum fá smávegis af kartöflum í haust til að geyma til prufu. 

DSC 0508

 

Jæja!

DSC 0294Þá er fyrsti grjót- og torfveggurinn minn risinn. Ég lærði aðferðirnar á skemmtilegu námskeiði í fyrravor og núna hef ég loksins komist í að nota þekkingu mína. Svona verkefni er að vísu aldrei búið en í bili get ég sagt að áfanga er náð.

Ég notaði steina sem eru ekki tilhoggnir og torfhleðslan er úr sniddum.

Já, og tilgangurinn með hýsinu er rótarkjallari...

 

 

 

Skurður á sniddu. En hún leggst svo til hliðar. Sérstaklega góð fyrir þök og lága garða. 

snidda

 

Eftir langa mæðu hefur okkur loksins tekist að koma upp einum silkiunga og það er meira að segja hæna! En hingað til höfum við bara átt eina hænu á móti fjórum hönum. Núna er unginn að verða tíu vikna og við höfum að undanförnu farið með hann í smá heimsókn til hinna fullorðinna. En við fylgdumst mjög vel með og leyfðum þeim aldrei saman, bara að aðeins að sjást.

Page 3 of 4