Chicken Greenhuose 2Þetta er hugmynd hvernig mögulega væri hægt að sameina hænsnakofa og lítinn grodurskála.

Eitt er samt mikilvægt að hafa í huga. Af hænsnum kemur alveg ótrúlega mikið af ryki. Ég myndi vilja passa vel uppá að þetta dragist ekki yfir í gróðurhúsið. Á hinn bóginn kemur glettilega mikill varmi af hænsnum sem gæti haldið gróðurhúsinu frostlausu fyrr á vorin. 

 

 

Síðastliðinn fimmtudag (27. mars 19) náði ég að mynda klak í fullri lengd. Að vísu þurfti ég að stytta upptökuna vegna þess að lítið gerðist framan af og Youtube leyfir mér í bili aðeins 10 mínútna klippur. Að fylgjast með ungum berjast út úr egginu er alveg einstök upplifun.

Í vor ákváðu tvær hænur að liggja á. Önnur var aðeins með tvö egg en hún gafst upp eða missti áhugann. Það var BRahma hæna. Hin er Íslensk og hún sýndi úthald. Ég tók aðeins til í kassanum hjá henni um daginn og sá þá unga sem voru allnokuð stáplaðir. Að vísu eru enn tvö egg eftir hjá henni en núna er hún komin með sjö unga og ekki víst að hún hafi tíma og nennu til að klára þau líka. Sjáum til.

 DSC 0224

Það er sérstaklega gaman að fyrlgjast með ungum sem eru í umsjá hænu. Þau eru miklu áræðnari og sjálfstæðari en ungar sem koma úr vél. Mamman sér algjörlega um þau og kennir .þeim að finna mat og vatn. Sem stendur er kassinn innivið með hitalampa, en um helgina ætla ég að gefa þeim tækifæri til að kíkja aðeins út, allavega ef veður leyfir. 

Vorið er að bresta á hjá okkur. Fyrstu ungarnir eru komnir, tveir dökkir og einn ljós Brahma.

 

Okkur sýnist þetta allt vera hænur.

 

Page 4 of 4