Um daginn bættust í búið fjórar aligæsir. Mikið er gaman að sjá hvað þær eru ólíkar hænunum. Þær eru náttúrulega miklu stærri og allar hreyfingar eru hægari. Svo vilja gæsir helst alltaf vera úti. Þær fara ekki inn í kofann sinn þegar dimmir. Ennþá síður sofa þær á priki!

 

Gæsir þurfa ekki bara vatn til að drekka, heldur líka til að éta. Það sama gildir um endur. Þannig að hja þessum fuglum er vatn ennþá nauðsynlegra en hjá hænsnum. 

Gæsirnar okkar eru ekki farnar að treysta mér. Núna eru þær að fatta að ég gef þeim mat og þær flyja mig ekki lengur. En þær eru ekki ennþá að koma til mín. Það kemur örugglega með tímanum.