Nú eru tvær landnámshænur að reyna að liggja á. Ég segi reyna vegna þess að það er ekki sjálfgefið að það takist hjá þeim. Fuglar eru mis-góðir í þáttum foreldrahlutverks. Sumir eru góðir uppalendur en lélegir áliggjarar eða öfugt. Svo er líka alltaf spurning hversu mikinn frið hænurnar fá frá hinum fuglunum í kofanum. Oft vilja hinar endilega verpa í sama kassann og þar sem ein liggur á þó að við hliðina séu fimm tómir kósy kassar. Þær eru oft ótrúlega þrjóskar. 

 

Eitt ráð er að koma hænu sem liggur á fyrir á sérstökum stað þar sem hún fær ró. En það er ekki víst að hún þoli tilfærsluna. Stundum detta þær alveg úr gír og yfirgefa eggin. Þannig að þetta er alltaf smá vesen. 

DSC 1049

En í staðinn kemur að hæna sem sér vel um ungana sína er miklu minna vesen en að sjá um útungunarvél og svo um ungana. Það er útrúlega gaman að fylgjast með hænumömmu að kenna ungunum sínum á allt lífið og hvernig ungarnir eru út um allt, á bakinu á mömmunni og hingað og þangað.

 

Við verðum samt að hafa líka í huga að ungar sem alast upp hjá hönu verða miklu mun hræddari við mannfólk. Á fyrstu dögum stimplast í þær eðlisávísun sem breytist nánast ekkert seinnameir. Ungar sem hafa alist upp hjá hænu munu alltaf líta á okkur mannfólk sem ógnun, sama hversu vel við reynum þeim. Kostir og gallar sem er gott að hafa í huga.