Um síðustu helgi tók ég eftir að hænsnin voru öll í felum og það heyrðist ekki píp í þeim. Þegar ég kom nær sá ég ástæðuna. Ég fann fullt af fjöðrum og í miðjunni lá dauður silkihani.

 

Í fyrstu fattaði ég ekki hver hefði framið ósæðið. Ég vissi að minkyr myndi bara drepa, en ekki reyta. Þannig að refur var næsta hugmyndin. Ég tók hræið og setti það á moltuhauginn. 

Eftir smástund sá ég fálka fljúgandi yfir hænsnabúið. Hann settist á stein ekki langt frá og horfði á mig fýlulega eins og hann vildi spyrja "hvar er maturinn minn??" Ég tók hræið og lagði það í grasið aðeins lengra frá. Það leið ekki nema augnablik og fálkinn var kominn til að halda áfram að fá sér í gogginn.

Ég mátti koma nokkuð nálægt honum án þess að hann lét mig trufla sig. Ég tók svo upp smá myndskeið þar sem hann tekur á loft.